Framlengdur í Singapore

Sunnudagskvöld í Singapore.
Niels þurfti að fara heim, er í loftinu núna. Ég verð sennilega hér einn dag í viðbót, hótelið er yfirbókað fyrir morgundaginn samt svo ég veit ekki hvað ég gisti næstu nótt. Það er amk bannað að sofa á lestarstöðinni en þétta kemur allt í ljós á morgun.

Dagurinn fór í verslunarráp fram og aftur um Orchard road. Þar er jólalegt, ég var næstum kominn í jólaskap af öllum ljósunum en lyftujólalögin í lyftunni á hótelinu redduðu þessu aftur. Mikið jólafólk hér í Singapore. Svo er þessi borg alveg ótrúlega snyrtileg. Ég þarf að biðja um leiðsögumann til að finna gott fiskihausakarrý og skítugar götur áður en ég fer.

Hápunktar dvalarinnar hafa verið Kínahverfið. Lukcys Plaza á Orchard road sem er eins og kínahverfið bara á 7 hæðum og svo Litla Indland sem á sunnudögum fyllist af Indverjum sem ráfa þar um göturnar á frídegi sínum. Það var samt mun snyrtilegra en Indverska hverfið í Dubai.

Lágpunkturinn er náttúrlega að hafa misst af John Zorn og Mike Patton í Brussel, og ég veit ekki hvort ég verð hress og kátur eftir 7 kls tímamun til að fara á Danielson tónleika á miðvikudaginn. Sjáum til, sjáum til.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s