Mánaðarsafn: janúar 2006

Íslenskuskóli

Í síðustu viku var haft samband við Kristínu og hún var beðin um að koma og skoða
Íslenskuskólann í Utrecht. Samkvæmt rammíslenskum krókaleiðum hafði frést af Íslenskum kennara í Hollandi og gat fólk grafið upp símanúmerið okkar á sama máta. Íslenski hættir breytast ekkert þó maður sé í útlöndum.

Við fórum í skoðunarleiðangur: Kristín fékk að sitja með krökkunum og kenna, Jökull Máni og Líf fengu að vera með í tímunum og ég í saumaklúbbnum í eldhúsinu. Þarna var skemmtilegur félagskapur og börnin voru ánægð. Skólinn er haldinn á tveggja vikna fresti og við munum væntanlega fara aftur, það eina sem hrindar okkur er bílleysið. Mundi og Olga voru svo elskuleg að lána okkur bíl svo við gátum villst í Utrecht. Það munar miklu, við gátum villst um mun stærra svæði af Utrecht á skömmum tíma og sáum fyrir vikið mun meira en hefðum við villst fótgangandi á leið úr lestinni.

Ég er OFURHETJA

Sjáið þið bara hið frækilega JUSTICE SOCIETY OF JUSTICE.. Klóin sannar veru mína þarna.
Ég er að undirbúa póstsamskipti við Doktor Discord til að læra meira um þetta.