Mánaðarsafn: desember 2006

Heimferð og tónleikar

Dagurinn er alveg að verða búinn. Ég fer að koma mér heim að pakka jólagjöfum, pakka í ferðatösku og hafa mig til. Flýg rétt eftir hádegi á morgun og verð heima í þrjár vikur.
Ég hlakka svo til.

Á eftir er ég líka að fara með Vigni á Sonic Youth tónleika í Den Haag. Sem er frábært, ég flutti til Hollands tveimur dögum fyrir Sonic Youth tónleikana sem voru haldnir heima og næ þeim loksins núna. Hvað með það þó ég verði fram á nótt að pakka.
Um daginn fór ég á tónleika í Amsterdam með Danielson og Jeffrey Lewis Band Danielson hafði ég hlustað á og þeir stóðu sig með prýði en Jeffrey Lewis band stal kvöldinu sérstaklega með stórfenglegum heimagerðum heimildarmyndum.

Var ég búinn að segja að ég kem heim á morgun?

rúmlega 200000 sekúndur

þangað til ég kem heim.

Framlengdur í Singapore

Sunnudagskvöld í Singapore.
Niels þurfti að fara heim, er í loftinu núna. Ég verð sennilega hér einn dag í viðbót, hótelið er yfirbókað fyrir morgundaginn samt svo ég veit ekki hvað ég gisti næstu nótt. Það er amk bannað að sofa á lestarstöðinni en þétta kemur allt í ljós á morgun.

Dagurinn fór í verslunarráp fram og aftur um Orchard road. Þar er jólalegt, ég var næstum kominn í jólaskap af öllum ljósunum en lyftujólalögin í lyftunni á hótelinu redduðu þessu aftur. Mikið jólafólk hér í Singapore. Svo er þessi borg alveg ótrúlega snyrtileg. Ég þarf að biðja um leiðsögumann til að finna gott fiskihausakarrý og skítugar götur áður en ég fer.

Hápunktar dvalarinnar hafa verið Kínahverfið. Lukcys Plaza á Orchard road sem er eins og kínahverfið bara á 7 hæðum og svo Litla Indland sem á sunnudögum fyllist af Indverjum sem ráfa þar um göturnar á frídegi sínum. Það var samt mun snyrtilegra en Indverska hverfið í Dubai.

Lágpunkturinn er náttúrlega að hafa misst af John Zorn og Mike Patton í Brussel, og ég veit ekki hvort ég verð hress og kátur eftir 7 kls tímamun til að fara á Danielson tónleika á miðvikudaginn. Sjáum til, sjáum til.