Dagurinn er alveg að verða búinn. Ég fer að koma mér heim að pakka jólagjöfum, pakka í ferðatösku og hafa mig til. Flýg rétt eftir hádegi á morgun og verð heima í þrjár vikur.
Ég hlakka svo til.
Á eftir er ég líka að fara með Vigni á Sonic Youth tónleika í Den Haag. Sem er frábært, ég flutti til Hollands tveimur dögum fyrir Sonic Youth tónleikana sem voru haldnir heima og næ þeim loksins núna. Hvað með það þó ég verði fram á nótt að pakka.
Um daginn fór ég á tónleika í Amsterdam með Danielson og Jeffrey Lewis Band Danielson hafði ég hlustað á og þeir stóðu sig með prýði en Jeffrey Lewis band stal kvöldinu sérstaklega með stórfenglegum heimagerðum heimildarmyndum.
Var ég búinn að segja að ég kem heim á morgun?