Mánaðarsafn: febrúar 2007

Tónlist, Tónlist, Tónlist

Wolfgangs Vault er samansafn af mynjagripum um tónlist frá litlum San Francisco klúbbi sem nefndist Wolfgang’s. Það merkilegasta á síðunni er risasafn af tónleikaupptökum allra handa listamanna og það er stöðugt verið að bæta við. Hægt er að hlusta á upptökurnar í straumi frá síðunni og jafnvel kaupa sumar þeirra.