Mánaðarsafn: júní 2005

Gámur fullur og cheerios

HallaprófÞá er verkfærakistan komin út í gám og verkinu að verða lokið, enda ekki seinna vænna þar sem gámurinn þarft að fara niður í Samskip á morgun. Á morgun verður því að hringja í farmverndarfulltrúa sem skoðar gáminn og innsiglar. Fallegt orð farmverndarfulltrúi en finnst samt ekki í ritmálsskrá. Hér til hliðar má sjá snöggt hallapróf sem tekið var rétt áðan svona til að undirbúa fyrir komu farmverndarfulltrúans.
Þetta er búið að vera ljómandi skemmtilegt, við erum búin að skrásetja allar eigur okkur og pakka í 50 kassa og vitum því mun betur hvað okkur vantar. Svo erum við líka búin að vera voðalega dugleg að henda hlutum sem er enn meira gaman því þá þurfum við að fá okkur nýtt.
Það er ekkert eftir í íbúðinn okkar nema einn stóll, lágt borð, ískápur og rúm barnanna sem eru að fara austur, restin er komin í gáminn eða í Sorpu. Aðrir dauðir hlutir eru til meiri vandræða og eru voðalega mikið til sölu. Dagsetningar eru líka komnar á hreint. Gámurinn fer á morgun frá okkur,
frá landinu á fimmtudag og verður kominn til Hollands á þriðjudag, ef
allt gengur að óskum verður hann kominn til Haag á föstudaginn. Ég fer
ekki úr landi til að taka á móti honum heldur verð ég að treysta á
mágkonu mína og svila við að aðstoða hana Kristínu. En ég veit að þau
munu standa sig með miklum ágætum. Kristín og börnin flúga út á
mánudagsmorguninn og verða smá stund hjá Olgu bestu frænku að slappa af
og borða Cheerios áður en átökin hefjast.

cheerios Ég held að Olga sé að opna Cheerios búð, ég fór í dag í Bónus og keypti alveg fullt, fullt, fullt af Cheerios fyrir Olgu, svo mikið að konurnar í röðinni á eftir mér voru farnar að pískra og börnin farin að horfa á mig. Áhugasamir lesendur geta svo leitað að pökkunum 15 á fyrstu myndinni.

Meira Cheerios Cheerios

og allt í einu er kominn gámur

Kassarnir
Herbergið hans Jökuls Mána var óðum að fyllast af kössum og þau systkynin fluttu því aftur saman í herbergi. Kristín er búin að vera rosalega dugleg að raða í kassa, pakka inn og snúast. Það er búið að skrifa undir leigusamning bæði hér heima og úti, borga leigu, sprauta Ford og setja á bílasölu, ráðlegging forðist einkaleigu það að koma sér undan henni í svona tilfellum er bara dýrt. Þetta er hreinlega að verða raunverulegt og efumst við eitthvað þá er núna komin stór blár gámur út á götu sem ég get farið út og barið hausnum á mér við. Arndís bjargar okkur aftur með því að taka börnin austur um helgina og því þarf að undirbúa að bera út í gáminn. Þar sem inngangurinn okkar er þröngur þá er ég að vonast til að geta fengið fólk með mér í stuttu og erfiðu verkefnin og sjá um restina sjálfur. Endanleg dagsetning er ekki komin alveg á hreint en Kristín og börnin fara út í næstu viku.

     Gámur úti  garði   Gámur úti á götu

11 kassar, 7 sorpuferðir, 7 kassar í geymslu

Það er mikið búið að ganga á síðustu daga. Krakkarnir fóru austur til tengdó og Mörtu og skemmtu sér konunglega. Við Kristín erum búin að vera að taka til og raða í kassa og henda rusli. Alveg er það ótrúlegt hvað maður sankar að sér miklu drasli. Ég og Goggi höfum farið óskaplega margar ferðir í Sorpu fulllestaðir af allskyns gulli og dýrmætum sem hafa fundist uppi í skáp.
Þann 16.  var haldið mjög svo vel heppnað götugrill í Víðihvamminum, það var eiginlega svo ótrúlega skemmtilegt að við ætlum að koma frá Hollandi á næsta ári til að taka þátt. Við vörðum svo þjóðhátíðardeginum í yndislegu veðri úti í garði að mála glugga og inni að pakka bókaskápnum. og henda, henda, henda. Í gær var tekið til og pakkað fram eftir degi áður en við fórum austur að ná í krakkana og skila af okkur dóti sem Arndís og Hrafn ætla að vera svo yndisleg að geyma fyrir okkur og svo heldur pakkeríið áfram. Það er farið að vera svolítið óþægilegt að vita ekki hvernær ég get hætt í vinnunni. Það er að verða ljóst að KIH fer út um miðjan júlí og ég verð þá bara að koma mér einhverstaðar fyrir á meðan. Þangað til verðum við hér að pakka í kassa og ganga frá svo við getum tæmt íbúðina.

Vondar réttir

LyklunÍ morgun sá ég afskaplega ljóta sjón. Einhver ljótur vondur slordóni hafði tekið sig til og gengið á bílinn okkar með lykli. Þetta er skelfing, sem betur fer er bíllinn í kaskó svo við berum ekki allan skaðan en við ætluðum að reyna að finna einhvern sem vildi taka yfir leiguna á honum. Það gengur náttúrlega ekki að auglýsa hann í þessu ástandi. Svo var ekki hægt að láta sér nægja að rispa eins og eitt bretti. Nei báðar hurðirnar og frambrettið farþegameginn, húddið og vinstra frambrettið. Ojbara ullabjakk, af hverju gátu þeir ekki rispað hann Gogga?

Þetta setti náttúrlega allt úr skorðum, Kristín varð að keyra út um allan bæ að láta skoða bílinn, meta tjónið, finna verkstæði, hún fann samt tíma til að koma við í Kassagerðinni og kaupa nokkra kassa og pakka niður JÓLAdótinu. Ekki er ráð nema tíma sé tekið með allt Jóladótið 🙂 Svo hentum við út undan stiganum þegar ég kom heim af SQL ráðstefnu. Meiri gleðifréttir fyrir Kristínu, hún losnaði við gamlan magnara, segulbandstæki og hátalara sem ég hef verið að reyna að fela fyrir henni undir stiganum lengi.

Og við erum búin að finna okkur leigjanda sem okkur líst vel á. Arndís kom í dag og tók börnin austur svo við erum barnlaus, kannski ég reyni að draga mig úr tölvunni og draga KIH með í hjólaleiðangur. Sjáum til.
 lyklun          lyklun

Flutningar til Hollands

Hæ.

Holland. ÍbúðÉg ætla að reyna að skrá allt það sem gerist við flutningana til Hollands hér þangað til serverinn minn er kominn upp úti. Þetta getur þá verið dagbók til að minna okkur á hvað gerðist og svo líka nokkurskonar listi yfir öll þau skref sem þarf að taka við svona flutninga.

En í dag festum við okkur íbúð og ég skrifaði undir samninginn við Jón Hörð. Samningurinn er á leiðinni út og Mundi og Olga fóru í skoðunarleiðangur á þær íbúðir sem við Kristín höfum fundið á netinu. Þetta tók ekki nema nokkra klukkutíma og þau hreinlega festu okkur íbúð í göngufjarlægð við Olgu og Munda og þá líka Gauk og Betu.

Holland ÍbúðÞetta er samt svolítið óraunverulegt eins og þetta hefur allt verið. Við höfum enn ekki séð þessa íbúð sem við erum að fara að búa í næstu tvö árin og munum jafnvel skrifa undir samning án þess að sjá hana. Undarlegur fjári. Íbúðin lítur samt mjög vel út og Olga og Mundi voru stórhrifin, svo er hún heldur ekkert voðalega dýr. Mig hlakkar t.d. mjög til að sýna ungum manni þetta rúm hér fyrir neðan

Ég á enn eftir að komast að því hvernær ég get hætt en amk munu varla verða vandræði við að leigja Víðihvamminn, það hafa nú þegar þrír skoðað íbúðina sem fór á skrá hjá Leigulistanum í gær. Annars eru allir endar lausir. Ég er að fara að ljósrita vegabréf, faxa samninga og ég veit ekki hvað og hvað.
En hér eru fleiri myndir.

Holland. Íbúð Væntanlega verður slegist um þetta

Holland Íbúð Holland Íbúð