Einn í Búlgaríu.
Veifa leigubíl út á horni til að fara á hótelið. Leigubílstjórinn keyrir af stað í rétta átt til að byrja með en svo fara að renna á mig tvær grímur, við erum komnir gegnum miðbæinn og erum örugglega að fara í hring. Ég verð órólegur í sætinu og bílstjórinn verður órólegri eftir því sem ég verð órólegri.
Allt í einu stoppar hann og bendir, „Grand Hotel Sofia, OK?“
Ég er með 5 leva seðil í höndunum, mælirinn segir 3. Hann tekur peninginn, réttir mér smápening og segir mér að það séu tvö leva, auðvitað er það bara eitt. Keyrir svo hratt í burt, sennilega ánægður með fenginn, 2 auka leva heil 81 króna.
Ég labba kílómeter til baka, það er gott veður og garðurinn sem ég er staddur í er skemmtilegur, tek svo annan leigubíl til baka á hótelið,