Mánaðarsafn: mars 2007

Stokkhólmur

Loksins eftir árs þvæling um miðausturlönd og austurevrópu fæ ég að fara á framandi slóðir. STOKKHÓLMUR. Það ótrúlegasta er að ég fékk í kvöld besta libanska mat sem ég hef fengið utan Dubai, í sænskri úrabúð. Kem heim á laugardag

Gáta

Hvað er það fyrsta sem tölvudeildin gerir eftir 5 klukkustunda rafmangsleysi?

Fer í kapphlaup að kaffivélinni.

Tyrkneskar byggingar

Á lóðinni við hliðina er verið að byggja stóra verslunarmiðstöð og á girðingunni hanga skilti sem bjóða tilvonandi viðskiptavini velkomna. Ég rek augun í að það er engin mynd af tilvonandi verslunarmiðstöð og spyr Orlando hvernig standi á þessu. Það stendur ekki á svari. „Það er ekki hægt. Það eru Tyrkir að byggja þetta og þar með er ómögulegt að vita hvernig niðurstaðan verður“

Vambar, kepps og lakasúpa

Síðan ég kom fyrst í austurblokkina hefur það verið á stefnuskránni að smakka vambar, kepps og lakasúpu (tripe) sem er soðin úr kýrmaga. Lokins tókst mér að efna þetta, ég fékk þetta dýrindi á kaffihúsi í verslunarmiðstöð í Búkarest. Bragaðist bara ágætlega þakka þér fyrir.

Ökuferð um Rúmeníu


Ég er í Rúmeníu, í þriðja sinn á þessu ári sem segir allt sem segja þarf hvað þessi ferðaloggur minn er lítið uppfærður. En ferðirnar hafa líka verið allt frá 23. kls til núverandi ferðar sem varir í rúmar tvær vikur. Rúmenía minnir mig stundum á Ísland, hér gerast hlutirnir daginn fyrir opnun og Rúmenarnir hafa afskaplega svartan húmor, Hér er hringt í kerfisstjóran eftir miðnætti og honum sagt að gagnagrunnurinn sé hruninn bara til að athuga hvernig hann bregst við.

Á sunnudaginn var ég í fríi og nennti ekki að fjúga heim til Hollands þar sem ég þurfti að koma hingað aftur svo ég leigði mér bílaleigubíl og fór til Transilvaníu sem er óendanlega fallegur staður. Ég tók fullt af myndum út um gluggann og set ferðasöguna inn fljótlega.