Singapore

Ég þarf að fá mér einkaritara.

Í gærmorgun mætti ég í vinnuna, kveikti á tölvunni og loggaði mig inn. Svo horfði ég á dagatalið. „28. á ekki að vera í dag, ég á flug til Singapore þann tuttugasta og áttunda og það er á morgun, nei það er í dag, eftir tvo og hálfan tíma…“

PANIC!

Sem betur fer vinn ég með snillingum. Jeroen keyrði mig niður til Den Haag þar sem ég henti í flýti niður í ferðatösku og svo keyrðum við í loftköstum á Schiphol. Þegar ég kom inn var hálftími í brottför og skiltin sögðu skýrt og greinilega „boarding“. Ég kom hlaupandi að check in borðinu sem tvær konur voru að labba frá. Ég þurfti að grátbiðja þær að hleypa mér um borð, þær handskrifuðu brottfararspjald sem ég tróðst með gegnum röðina í vegabréfseftirlitið.

Singapore Airlines flýgur frá E19, það er langt frá brottfararsal þrjú. Ég hljóp alla leiðina með ferðatöskuna á eftir mér og kom að hliðinu 15 min fyrir brottför.

2 athugasemdir við “Singapore

  1. Hvað borgarðu slíkum einkaritara?

    Hildur

  2. Hahaha. Lenti einu sinni í svipuðu í London. Korter í brottför þegar við ætluðum að tékka okkur inn (helv@“$# leigubílnum að kenna). Þurftum að hlaupa í 10 mín með töskurnar upp á von og óvon hvort okkur yrði hleypt um borð. Þegar við komum að vélinni var allt í rólegheitum og ekki einu sinni byrjað að hleypa um borð.
    En allt er gott sem endar vel!
    Kata

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s