Mánaðarsafn: apríl 2006

Gleðilegt Sumar

Fjórar frænnkur hafa háttÞað var líf og fjör um páskana. Tengdaforeldrar mínir og þrjár mágkonur voru í hjá okkur í mat á laugardagskvöldinu fyrir páska og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá var gaman. Ég held samt að Salka muni læra á þetta með tíð og tíma. 

Í tilefni af afmælinu mínu og brúðkaupsafmæli þá fórum við út í gær að borða á persneskum veitingastað í Den Haag. Sumt var gott, annað vont. Höfum farið á betri staði. Þjónustan var mjög góð, eigandinn gekk alveg upp í því að kynna fyrir okkur hvern og einn einasta rétt en krakkarnir slysuðust til að brjóta vatnskaröflu sem við vorum samviskusamlega rukkuð um. Förum ekki aftur þangað en tilraunin var alveg þess virði.

Viðburðarík helgi

Lf  LopapeysuÞessa helgina var mikið um að vera. Líf varð sex ára á föstudaginn og við héldum afmælisveislu. Þar var margt um manninn og mjög gaman. Einn af gestunum var hann Ko sem er dúkka sem bekkurinn hennar Lífar skiptist á um að fara með heim. Ko finnst gaman í afmælum svo honum var boðið til okkar í helgarheimsókn. hann kom með ferðatöskuna sína og föt til skiptana og sérstaka bók þar sem æfintýri hans eru skráð. Ko fór með okkur á vormarkað á Weimarstraat á laugardeginum þar sem við borðuðum lumpia, keyrðum í klessubílum, keyptum vasa og skoðuðum mannlífið í den Haag. Hann fór líka í þriggja ára afmælið hennar Bríetar á sunnudeginum.
Karatamót
Á sunnudagsmorguninn tók Jökull Máni þátt í góðgerðarkaratemóti í Rotterdam. Við vöknuðum því fyrir allar aldir keyrðum Líf og Ko til Olgu og Munda og fórum rólega til Rotterdam, það eru nefnilega tvenn hraðamyndavélasvæði á leiðinni. Mótið gekk ágætlega, það var mikill spenningur og eftir því stórt spennufall. Heima er þessum gríslingum ekki leyft að taka þátt í mótum og því þótti þetta sérlega spennandi. Sum börnin sem við sáum þarna voru kannski full áköf í keppnisskapinu og eitthvað var um tár í augum. En allt var þetta undir ströngu eftirliti og vel að öllu staðið. 

Það verður ekkert rólegra á næstunni, ég fer á Morrissay tónleika í kvöld, við Kristín eigum miða á Rómeó og Júlíu í Lucent Danstheater í uppfærslu Pétursborgar ballettsins á miðvikudaginn. Síðan hefjast gestakomur fyrir alvöru, mér skilst að Marta svarta komi á morgun og um páskana verða Arndís og Hrafn, Guðlaug og Hrafn Geir hjá okkur í Den Haag.  

Ég hlóð nokkrum myndum til viðbótar upp á Flickr og skal reyna að vera duglegri við það

Námskeið og ritvinnsla

Ég sit í Utrecht á námskeiði í Sharepoint sem er ágætlega gaman, jafnvel þó að námskeiðið fari fram á Hollensku og ég skilji ósköp lítið sem stendur. En ég fæ úrdrætti á ensku við og við og mig vantaði aðallega tíma til að læra á þetta verkfæri. 

En aðal ástæða fyrir að ég nenni að segja frá þessu er að ég nota vefritil til að taka glósur á námskeiðinu. Einfalt og þægilegt. ZohoWriter virkar eins og ritvinnsla á vefnum. Það er hægt að skrifa skjöl og vista og þau bíða eftir þér á vefsíðunni þegar þú kemur inn næst. Öfugt við writely er hægt að skrá sig og byrja strax. 

Og svo er hægt að prenta, vista sem Word eða PDF beint út af vefsíðunni. Svona líka ljómandi fínt.