Gámur fullur og cheerios

HallaprófÞá er verkfærakistan komin út í gám og verkinu að verða lokið, enda ekki seinna vænna þar sem gámurinn þarft að fara niður í Samskip á morgun. Á morgun verður því að hringja í farmverndarfulltrúa sem skoðar gáminn og innsiglar. Fallegt orð farmverndarfulltrúi en finnst samt ekki í ritmálsskrá. Hér til hliðar má sjá snöggt hallapróf sem tekið var rétt áðan svona til að undirbúa fyrir komu farmverndarfulltrúans.
Þetta er búið að vera ljómandi skemmtilegt, við erum búin að skrásetja allar eigur okkur og pakka í 50 kassa og vitum því mun betur hvað okkur vantar. Svo erum við líka búin að vera voðalega dugleg að henda hlutum sem er enn meira gaman því þá þurfum við að fá okkur nýtt.
Það er ekkert eftir í íbúðinn okkar nema einn stóll, lágt borð, ískápur og rúm barnanna sem eru að fara austur, restin er komin í gáminn eða í Sorpu. Aðrir dauðir hlutir eru til meiri vandræða og eru voðalega mikið til sölu. Dagsetningar eru líka komnar á hreint. Gámurinn fer á morgun frá okkur,
frá landinu á fimmtudag og verður kominn til Hollands á þriðjudag, ef
allt gengur að óskum verður hann kominn til Haag á föstudaginn. Ég fer
ekki úr landi til að taka á móti honum heldur verð ég að treysta á
mágkonu mína og svila við að aðstoða hana Kristínu. En ég veit að þau
munu standa sig með miklum ágætum. Kristín og börnin flúga út á
mánudagsmorguninn og verða smá stund hjá Olgu bestu frænku að slappa af
og borða Cheerios áður en átökin hefjast.

cheerios Ég held að Olga sé að opna Cheerios búð, ég fór í dag í Bónus og keypti alveg fullt, fullt, fullt af Cheerios fyrir Olgu, svo mikið að konurnar í röðinni á eftir mér voru farnar að pískra og börnin farin að horfa á mig. Áhugasamir lesendur geta svo leitað að pökkunum 15 á fyrstu myndinni.

Meira Cheerios Cheerios

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s