og allt í einu er kominn gámur

Kassarnir
Herbergið hans Jökuls Mána var óðum að fyllast af kössum og þau systkynin fluttu því aftur saman í herbergi. Kristín er búin að vera rosalega dugleg að raða í kassa, pakka inn og snúast. Það er búið að skrifa undir leigusamning bæði hér heima og úti, borga leigu, sprauta Ford og setja á bílasölu, ráðlegging forðist einkaleigu það að koma sér undan henni í svona tilfellum er bara dýrt. Þetta er hreinlega að verða raunverulegt og efumst við eitthvað þá er núna komin stór blár gámur út á götu sem ég get farið út og barið hausnum á mér við. Arndís bjargar okkur aftur með því að taka börnin austur um helgina og því þarf að undirbúa að bera út í gáminn. Þar sem inngangurinn okkar er þröngur þá er ég að vonast til að geta fengið fólk með mér í stuttu og erfiðu verkefnin og sjá um restina sjálfur. Endanleg dagsetning er ekki komin alveg á hreint en Kristín og börnin fara út í næstu viku.

     Gámur úti à garði   Gámur úti á götu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s