Istanbul

Ég kom seint í gærkvöldi til Istanbul. Fyrir framan mig í flugvélinni sátu bræður, sennilega tvíburar sem minntu óþægilega mikið á gamminn úr köngulóarmanninum. Þeir voru samt ekki klæddir í græna vængjabúninga og öryggisverðirnir á flugvellinum sáu til þess að þeir voru örugglega ekki með neinn vökva með sér svo ég var rólegur.

Það eru fastir liðir þegar ég kem á nýjan stað. Annað hvort veit leigubílstjórinn ekki hvar hótelið mitt er eða hann reynir að svindla á mér. Bílinn rak á milli vegakanta á meðan bílstjórinn talaði í símann sinn að reyna að grafa upp staðsetninguna á hótelinu. Þegar símtalinu lauk keyrði hann á miðjulínunni að leigubílstjóra sið. Við og við potaði hann í mig að benda mér á moskvur, kirkjur, Bosphorus brúnna og aðra staði sem honum þóttu merkilegir. Ég var að verða viss um að hann væri bæði bæði villtur og að svindla á mér þegar við komum á hótelið.

Því miður flýg ég aftur burt á morgun og verð að vinna fram á nótt svo ég fæ lítið sem ekkert að sjá af borginni, það verður að gerast síðar. Ég er í það minnsta kosti búinn að keyra milli Evrópu og Asíu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s