Líbanskur veitingastaður, Kuwait

Mér er boðið út að borða á Líbönskum veitingastað, það er verið að kveðja hollenska fjölskyldu sem er að fara heim. Maturinn er unaðslegur. Ég sit og reyki shisha og tala við Hollendinga með heimþrá. Þau segja mér frá Kuwait, hvernig sé að vera með börn í borginni, veitingastöðum, hvaða souq eigi að heimsækja, undir borðinu er vodki í plastbrúsa sem laumað er úr út í myntu/límónudrykkinn minn. Mér er sagt hvernig gera má bjór með því að bæta geri og sykri í pilsner, ef það er eitthvað sem fólk getur lært á dvölinni í Kuwait þá er það heimabrugg.

Verkfræðingurinn teiknar kort af Hollandi til að sýna mér hvar hann hafi verið alinn upp og hvar fallegt sé að heimsækja. Hann segir mér líka söguna af því þegar hann drakk Amerískt vodka í boði Rússneska sendiherrans og vaknaði upp úti í garði snemma morguns. Garðyrkumaður ákvað að bjarga honum áður en morgunbænirnar byrjuðu í moskunni sem hann sá skína í yfir tærnar á sér, eigandi garðsins hefur ekki boðið honum í veislu síðan. Ég fæ líka að heyra um tjaldferðir í Saudi, hvernig komast eigi fram fyrir biðraðir í Kuwait, og bifreiðar í gámum og hollensk tollalög.

Svo syngja arbarnir í hópnum fyrir okkur lag um löngu leiðina heim við undirleik Indverks lútuleikara. Eini Kúveitinn? á staðnum er löngu farinn heim en við sem eftir sitjum eigum öll langt heim að sækja.

2 athugasemdir við “Líbanskur veitingastaður, Kuwait

  1. Hvenar kemur heim?
    bílstjórinn þinn er vægastsagt áhugaverður ég sé hann alveg fyrir mér…gott að ég var ekki með þér í bílnum því við hefðum pottþétt hlegið.
    annars þá langar mig líka heim að smala:)

  2. Gaman að hitta bloggið þitt.. farðu vel með þig í útlandinu
    Kv. Kolla frænka (www.123.is/kollatjorva)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s