Ég er með einkabílstjóra sem sækir mig á hótelið á morgnana og skilar mér heim á kvöldinn. Miðaldra Egypti sem labbar ekki heldur strunsar og sveiflar höndunum kröftuglega á meðan. Talsmátinn er alveg eins og göngulagið, hann talar í snöggum rykkum fullviss á sínu. Í morgun vorum við rúmar 40 min frá hótelinu á skrifstofuna þrátt fyrir að hann þræddi fjallabaksleiðir fram hjá hraðbrautinni.
„Bad traffic, too many cars. Yesterday bank holiday today..“.
Hann veifar höndunum í áttina að vörubílnum sem er að troða sér inn fyrir framan okkur.
„Twenty-one you have to be to get license, twenty-one, Kuwaities know someone in ministry get license for family eighteen, nighteen. To young, not all brain there.“
Ljósunum er blikkað og hann keyrir út biðröðinni og siglir meðfram henni vinstra megin leitandi að nýju gati til að troða sér aftur inn í röðina.
„Even woman drive!“
Hann svínar fyrir bíl í æfingarkennslu, ung stúlka í svörtum kufli með burqa var aðeins seinni af stað en bíllinn á undan. Nýr Landcruser kemur siglandi upp að hliðinni á okkur við erum alveg við afreynina og hann hægir á sér til að hleypa honum inn, afturbrettið vantar á bílinn.
„See, Woman drivers“
Viti menn, við stýrið situr kona líka með burqa og gleraugu yfir því. Tvær mjóar slitur fyrir augun og gleraugu sem sitja á efninu í andlitsgrímunni, hún getur ekki haft neitt útsýni til hliðanna. Ég reyni mitt besta til að halda niðri í mér hlátrinum.