Kuwait city, 36 stiga hiti klukkan 8 um morguninn, það er víst farið að kólna.

Skólarnir eru að byrja svo að umferðin er býsna þétt. Muhammed Ali sem keyrir mig milli staða segir mér að meðal fjölskyldan eigi fjóra til átta bíla. Nýr bíll á hverju ári er vaninn hérna, vegirnir eru fjórar akgreinar í báðar áttir og dugar ekki til.
Ég lenti í gærkvöldi, er búinn að vera fjóra daga í Dubai en búinn að hafa of mikið að gera til að geta skrifað eitthvað. Vinna í 10 tíma á dag og labba um verslunarmiðstöðvar, það var einfaldlega of heitt til að gera eitthvað annað.

kuflar  snjónumDubai er enn jafn bráluð, byggingakranar allstaðar, flautandi bílar sem mynda órofna röð svo langt sem augað lítur. Leigubílstjórar sem sigla milli akgreina í pláss sem eru alls ekki til staðar. Þetta var í þriðja sinn sem ég kem til Dubai og ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af þessum stað. Ég fór auðvitað aftur í Mall of the Emirates stærsta mall utan norður ameríku og skoðaði skíðabrekkuna. Ég fór ekki á skíði en fékk að renna mér á slöngu. Það var eiginlega vinalegt að vera í 6 gráðu frosti mun vinalegra en 36 gráðu hitinn úti þó svo að það hafi verið loftkælinga lykt af andrúmsloftinu. Við Saju löbbuðum amk 3x fram hjá H&M í Mall of the Emirates á meðan við leituðum að því, fínasta líkamsrækt að fara í svona stór mall.

Deira City Center var líka vinalegt, kannski af því ég er farinn að rata þar eftir dvölina í fyrra. Ég nennti ekki að bíða í leigubílaröðinni og beið hana af mér á Churchill barnum í Sofitel City Center. Barinn var alveg eins, eina breytingin var að „gítargoðið“ Rix var með nýja söngstelpu. Við Rob vitum allt um barinn þar sem við þurftum að sitja þar öll kvöld síðasta Ramadam. Þá hafði okkur verið úthlutað daglegum drykkjar vouchers þar sem ekkert vín var í boði annarstaðar á hótelinu, auðvitað leiðir það til þess að drekka þarf út skammtinn fyrir hvern dag svo hann fari ekki til spillis. Þetta mun ekki gerast hér í Kuwait, hér eru hlutirnir mun stífari en í furstadæmunum. Ekkert áfengi í fríhöfninni, Kuwait Airlines bjóða að sjálfsögðu ekki upp á neitt annað en Halal mat og ekkert áfengi um borð.

Það er ekki komin mikil reynsla á Kuwait City en vonandi fæ ég tækifæri til að skoða mig um. Að minnsta kosti til að skoða turnana. Ég er bara búinn að vera í ónefndri húsgagnaverslun og þær eru allar eins. Vinalegar, kunnuglegar, heimavöllur í framandi landi. Það sem ég hef séð er útjaðarinn á borginni, villur, iðnaðarhverfi, og byggingarsvæði þar sem verið er að byggja … VERSLUNARMIÐSTÖÐ!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s