Down the highway

Sneek, Joure, Heerenveen, Zwolle, Ermelo, Amersfoort, Utrecht, Waddinxveen, Rijsweik, Den Haag. Kannski það sé skynsamleg ástæða fyrir því að það séu ekki sungin lög um Hollenska þjóðvegi. Bob Dylan passaði samt ágætlega

Well, I’m walkin’ down the highway
With my suitcase in my hand.
Yes, I’m walkin’ down the highway
With my suitcase in my hand.
Lord, I really miss my baby,
She’s in some far-off land.

Ég fór löngu leiðina heim frá Sneek. Við vorum í afmælisfagnaði sem fór fram við Sneekermeer, lítið vatn rétt utan við bæinn. Deginum var varið í ró og næði á vatnsbakkanum þar sem Fríslendingar fjölmenntu. Það var heitt og fallegt veður og vatnið var volgt svo við Ilse gátum synt yfir vatnið.

Kvöldið áður enduðum við Guðlaug úti á lífinu í Sneek, sem reyndist vera merkileg lífsreynsla. Einn barinn var fullur af körlum sem stóðu í pörum og skiptust á að tala við konurnar sem komu inn. Sennilega búnir að stúdera alt.seduction.fast til hins ítrasta. Sá næsti var merkilegur fyrir sakir „veggs hinna vongóðu“ sem var bekkur við vegg barsins sem fólk prílaði upp á til að skaka sig á og á síðasta pöbbnum var nokkurs konar Andre Hazes kareooke. Já ég mæli eindregið með skemmtanalífinu í Sneek.

Ég er einn í Hollandi og þarf að finna mér eitthvað til að hafa fyrir stafni um helgar. Þessi helgi var afmæli og næturlífið í Sneek. Næturlíf síðustu helgar var í Brussel. Mágkona mín elskuleg var þar á frönskunámskeiði og ég fékk að gista hjá henni og vinkonu hennar í næstu götu við fæðingarstað Jacques Brel. Við fórum á markað, héngum á la Grand Place, skoðuðum jafnréttisstefnu í verki og ég skemmti mér konunglega. Ég held að ég haldi áfram í Belgíu á næstunni bæði Bruges og Ghent eru í næsta nágrenni og síðustu helgi hófst Gentse Feesten í Ghent sem á að vera risa götuhátíð í einni af fallegustu borgum Evrópu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s