Aftur í Bucharest

Leigubílar í Austur Evrópu hlýða eigin efnahag, þar gildir hraðverðbólga. Ég er búinn að vera rukkaður um allt frá einu til sjö lei fyrir kílómeterinn. Sá sem ætlaði að rukka mig um 7 skipti reyndar um skoðun eftir að ég opnaði hurðina og ætlaði að fara út úr bílnum en skammaðist svo út í mig á Rúmönsku alla leiðina. Ég svaraði líku líkt á Íslensku og við vorum perluvinir þegar komið var á hótelið. Svo hjálpar það ekki til að Rúmenar eru í miðjum klíðum að skipta um gjaldeyri og skera fjögur núll af. Svo fyrir 20 lei leigubílaferð borga ég með 50 lei seðli og fæ 300.000 til baka.

Ég gat ekki stillt mig í kvöld og tók leigubíl niður á Piata Constitutiei að sjá aftur eitt af stærstu og ljótustu húsum í heimi. Labbaði í skugga þess niður Bulevardul Unirii á Piata Unirii, horfandi á fólk á stefnumótum undir hnetutrjám, tóma gosbrunna, flækingshunda í húsasundum og betlandi sígauna. Umferðarþvælurnar á hringtorgunum eru enn skelfilegri á fæti en í einum af bílunum sem troðast fram og aftur en ég slapp lifandi. Því miður er Kristín með myndavélina en hér eru myndir af leiðinni í boði einhvers annars.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s