Hættur á reiðhjóli

Það er hættulegt að hjóla í Hollandi.

Ekki út af umferðinni, allir gefa hjólum forgang.
Það lærist fljótlega þegar þú færð hjólafólk berjandi í bílinn hjá þér ef þú óvart stoppar á hjólastíg.
Eða þegar hjólað er á þig þegar þú gengur yfir hjólastíg.
Þess þá heldur þegar þú næstum keyrir niður kjarnafjölskylduföðurinn, með barnið í stól á stýrinu og eiginkonuna á bögglaberanum með hundana í ól, hjólandi gegn umferðinni inn á einstefnugötu á rauðu ljósi.

En þolinmæðinni eru takmörk sett…

Síðustu helgi var ég sektaður í Scheveningen fyrir að hjóla á breiðgötunni, gott og blessað. Löggan var mjög kurteis, benti mér á að ég gæti mótmælt sektinni eftir að ég fengi hana senda heim og sektaði mig ekki fyrir að vera skilríkjalausan.

En svo er ég með fallegan hnefamyndaðan marblett á upphandleggnum eftir að glaður skokkari kýldi mig niður af hjólinu á malarstíg við ströndina. Ég held að hann hafi verið að setja mér að það mætti ekki hjóla á þessum stíg.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s