Viðburðarík helgi

Lf  LopapeysuÞessa helgina var mikið um að vera. Líf varð sex ára á föstudaginn og við héldum afmælisveislu. Þar var margt um manninn og mjög gaman. Einn af gestunum var hann Ko sem er dúkka sem bekkurinn hennar Lífar skiptist á um að fara með heim. Ko finnst gaman í afmælum svo honum var boðið til okkar í helgarheimsókn. hann kom með ferðatöskuna sína og föt til skiptana og sérstaka bók þar sem æfintýri hans eru skráð. Ko fór með okkur á vormarkað á Weimarstraat á laugardeginum þar sem við borðuðum lumpia, keyrðum í klessubílum, keyptum vasa og skoðuðum mannlífið í den Haag. Hann fór líka í þriggja ára afmælið hennar Bríetar á sunnudeginum.
Karatamót
Á sunnudagsmorguninn tók Jökull Máni þátt í góðgerðarkaratemóti í Rotterdam. Við vöknuðum því fyrir allar aldir keyrðum Líf og Ko til Olgu og Munda og fórum rólega til Rotterdam, það eru nefnilega tvenn hraðamyndavélasvæði á leiðinni. Mótið gekk ágætlega, það var mikill spenningur og eftir því stórt spennufall. Heima er þessum gríslingum ekki leyft að taka þátt í mótum og því þótti þetta sérlega spennandi. Sum börnin sem við sáum þarna voru kannski full áköf í keppnisskapinu og eitthvað var um tár í augum. En allt var þetta undir ströngu eftirliti og vel að öllu staðið. 

Það verður ekkert rólegra á næstunni, ég fer á Morrissay tónleika í kvöld, við Kristín eigum miða á Rómeó og Júlíu í Lucent Danstheater í uppfærslu Pétursborgar ballettsins á miðvikudaginn. Síðan hefjast gestakomur fyrir alvöru, mér skilst að Marta svarta komi á morgun og um páskana verða Arndís og Hrafn, Guðlaug og Hrafn Geir hjá okkur í Den Haag.  

Ég hlóð nokkrum myndum til viðbótar upp á Flickr og skal reyna að vera duglegri við það

2 athugasemdir við “Viðburðarík helgi

  1. hae sporri! fann thig hja moggu doru – mikid attu nu falleg born!! kaerar kvedjur til thin og familiunnar. kv. hronnsaponnsa.

  2. Gleðilega páskahátíð gott fólk. Snjór og skítur kjöt og súkkulaði. Gott líf í öllum tuskum.
    Kv Svenni og hans nánustu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s