Heim frá Rúmeníu

Höll fólksinsÉg komst aftur til baka frá Bucharest. Jón fór um miðjan dag á fimmtudeginum og ég átti flug eldsnemma að morgni tuttugasta og fjórða.  Auðvitað var ég vinnandi fram á kvöld, en fékk þó 2 kls. ökuferð um borgina á meðan skyggði, sá Höll fólksins og smá brot af borginni áður en ég var keyrður aftur á hótelið að borða einmanna kvöldverð og fór snemma í rúmið. Næturlíf í Rúmeníu bíður betri tíma, enda ekki hægt að læra mikið um borg á innan við tveimur sólarhringum.
 
Ég vaknaði eldsnemma um morguninn og fór niður að finna leigubílinn sem átti að bíða eftir mér. Að aflokinni reikistefnu í andyrinu tilkynnti annar næturvörðurinn að hann ætlaði að keyra mig. Á leiðinni var útskýrt fyrir mér af hverju þeir hringdu ekki á leigubíl. Aðrir gestir höfðu kvöldið áður verið stungnir af á flugvellinum. Þeir höfðu farið inn á flugstöðina að taka út pening fyrir leigubílnum og bílstjórinn notað tækifærið og stungið af með töskurnar þeirra og veski. Þar sem þetta var ekki í fyrsta skipti þá höfðu þeir ákveðið að keyra mig sjálfir. Við keyrðum af stað í snjókomu á dimmum vegi sem liggur utan við Bucharest, hringinn í kringum borgina. Vegamerkingar voru mjög takmarkaðar, hér og þar mátti sjá móta fyrir miðlínu á veginum og engin lýsing fyrir utan týruna á bílnu. Einhverjir leigubílstjórar leika víst þann leik líka að bíllinn þeirra „bilar“ á þessari leið og „óþekktir“ ræningjar birtast skyndilega.

Veðrið var hundleiðinlegt en ég komst tímanlega á flugvöllinn. Þar var hægt að kaupa kaffi á einum bás en annars var allt lokað. Út um allt sat reykjandi fólk en ég gat þó fundið reyklítið horn og komið mér fyrir með bók.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s