Enn í Sofia

Það er allt í upp í loft á skrifstofunni sem við höfum. 20 manns eru að setja upp tölvur og það er verið að halda námskeið. Ég flý niður í bæ.

Ég stend við afgreiðsluborð þegar par kemur inn í búðina. Myndarleg stúlka, um 25 ára í síðum pels og dýrum fötum kemur inn í búðina á hendinni á manni sem er að minnsta kosti helmingi eldri en hún. Sugardaddy. Þeir eru víst ófáir í Sofia segja þeir félagar mínir.

Á leiðinni á hótelið labba ég fram hjá lítilli kirkju með gulllögðu hvolfþaki sem stendur upp á lítilli hæð. Ég labba upp hólinn og inn í kirkjuna, í anddyrinu eru fallegar skreytingar og íkon til sýnis. auðvitað líka logandi kerti. Ég þori ekki inn í kirkjuna sjálfa þar sem ég sé dánartilkynningu hangandi á töflu og sný við og labba út. Neðan við hólinn, beint á móti kirkjudyrunum er skilti með mynd af hálfnakinni stúlku og blikkandi neonljós. Búlgörsk strippbúlla, kannski kirkjan geti vakið siðferðið hjá þeim sem koma út af strippbúlluni?

Auglýsingar

One response to “Enn í Sofia

  1. Það er gaman að fylgast með þér í útlandinu Spörri minn, afi þinn er alveg steinhissa á þessum þvælingi í þér.
    Pabbi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s