Lítill heimur

Lourdes og Joseph, vinafólk Kristínar sem hún kynntist í Puerto Rico komu í heimsókn til okkar um helgina. Hann er major í Ameríska hernum og er staðsettur í Þýskalandi svo það tók þau bara fjóra tíma að koma til okkar og svo einn og hálfan til viðbótar að finna rétta húsið. Það er skemmtilegt hvað heimurinn er lítil.

Þau eiga tvö börn, átta og tólf ára sem náðu mjög vel saman við okkar og allt var ljómandi skemmtilegt, við gengum á ströndina, fórum á laugardeginum í margra klukkutíma gönguferð um Amsterdam og fórum svo á sunnudeginum á Escher safnið í Den Haag og þvældumst aðeins um í miðbænum áður en þau fóru heim. Börnin okkar voru alveg búin á því eftir allar þessar gönguferðir og eru enn að jafna sig, þau hin blésu varla úr nös við höfum sennilega haldið aftur af þeim.

Þetta var allt alveg ljómandi gaman. Ákveðinn hápunktur ferðarinnar var heimsókn á Hard Rock cafe í Amsterdam. Ekki það að HRC sé svona skemmtilegt, við KIH vorum á mörkunum að nenna að fara en létum okkur hafa það það sem þetta var mikið atriði hjá börnunum og Joseph, þau safna sko glösum.

En, á Hard Rock hleypur Joseph niður og beint á félaga sinn úr hernum með eiginkonu einhvers annars, tvö ein á Hard Rock í Amsterdam. Þau urðu frekar undarleg á svipin en Joseph bauð þeim víst bara hressilega góðan daginn. Eitthvað var um rauð andlit og Lourdes sá víst lítið framan í konuna sem er víst vinnufélagi hennar þegar hún fór niður stigann. Ég held að þeim hjónaleysunum hafi ekki fundist jafn skemmtilegt hvað heimurinn er lítill.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s