Það er þriðjudagur og ég er í Sofia sendur út með stuttum fyrirvara að hjálpa til við uppsetningar á búðarkössum. Loksins er ég í Búlgaru og það er ekki þjóðhátíð. Það er 10 stiga hiti og sólskin á flugvellinum sem er mun betra en fjögra stiga hiti og þoka í Hollandi.
Umferðin á leiðinni niður í bæ er býsna þung en leigubílstjórinn keyrir með aðra hendina út um gluggann og veifar hinni milli þess sem hann lemur á flautuna og treður sér í ósýnilegar glufur í umferðinni svo ég kemst nokkuð hratt á milli.
Við Suzanne sem er Navision serfræðingur hjá partnernum okkar förum út að reykja eftir að hafa komið prentararæskni í gang. Suzanne reykir en ég klappa ræsknislegum ketti sem liggur á gluggakistu og sleikir sólina og stendur örugglega á sama um alla prentara.