Íslenskuskóli

Í síðustu viku var haft samband við Kristínu og hún var beðin um að koma og skoða
Íslenskuskólann í Utrecht. Samkvæmt rammíslenskum krókaleiðum hafði frést af Íslenskum kennara í Hollandi og gat fólk grafið upp símanúmerið okkar á sama máta. Íslenski hættir breytast ekkert þó maður sé í útlöndum.

Við fórum í skoðunarleiðangur: Kristín fékk að sitja með krökkunum og kenna, Jökull Máni og Líf fengu að vera með í tímunum og ég í saumaklúbbnum í eldhúsinu. Þarna var skemmtilegur félagskapur og börnin voru ánægð. Skólinn er haldinn á tveggja vikna fresti og við munum væntanlega fara aftur, það eina sem hrindar okkur er bílleysið. Mundi og Olga voru svo elskuleg að lána okkur bíl svo við gátum villst í Utrecht. Það munar miklu, við gátum villst um mun stærra svæði af Utrecht á skömmum tíma og sáum fyrir vikið mun meira en hefðum við villst fótgangandi á leið úr lestinni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s