Jólaball

Heimilislífið hefur verið skemmtilegt upp á síðkastið, á föstudaginn voru allar systurnar fjórar í mat ásamt móður sinni heima hjá okkur og þær fóru svo saman til Brussel í leiðangur á jólamarkað.
Við Mundi vorum því graseklar á laugardag og sunnudag sem var sérlega náðugt.

Á sunnudeginum fórum við með þrjú börn til Utrecht á jólaball Íslendingafélagsins og Íslenskuskólans. Á leiðinni er hringt í mig og ég er beðinn um að vera jólasveinn. Svona eins og venjulega er búið að vera að leita að jólasveini vikum saman og enginn hefur boðið sig fram.

Áður en ég veit af er ég staddur á sokkaleistunum í 12 stiga hita á regnblautri stétt klæddur rauðum flísbuxum og treyju með strítt gerfiskegg framan í mér. Veðrið er ekki mjög jólalegt en mótökurnar eru það. Við Orri frá Rotterdam erum Gluggjagægir og Skyrgámur og fáum sem slíkir hlýjar móttökur. Einhverjar áhyggjur eru um að hollenski tollarar hafi gert jólasveinanammið upptækt og börnunum er greinilega létt þegar það er dregið upp úr pokum nokkrum jólalögum síðar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s