Ungverjar

Bakstursdagur í dag, eftir smákökusort númer tvö erum við ekki í skapi til að elda. Við hingjum í vinafólk okkar með góðum fyrirvara að íslenskum sið og ákveðum að hittast á frönskum veitingastað í nágrenninu eftir korter. En við erum í Planlandi, veitingastaður eitt, tvö og þrjú eru upppantaðir, eiga ekki pláss fyrir sjö. Sennilega voru öll borðin pöntuð í síðustu viku. Á endanum tökum við strikið í átt að Goudenregenplein því ég hef hjólað fram hjá ungverskum veitingastað þar og veit af grískum og pizzastað þar líka. Ungverski veitingastaðurinn reynist þvílíkt vinalegur, borð eru færð til til að koma okkur fyrir, börnin mega ana um allt og trufla tónlistarmann staðarins sem spilar Mozart, Ungversk þjóðlög, Sinatra og jólalög á cymbalom. Reyklaust borð er samt greinilega ekki inni í myndinni.

Þetta er nógu „kitch“ til að vera sjarmerandi. Fínt málað leirtau á veggjunum en búið að kvarnast úr diskunum sem bornir eru fram fyrir okkur. Á einum veggnum er mynd af sporvagni með auglýsingu frá staðnum á.

Hljómsveit staðarins tekur sér reglulega hlé, röltir með GSM símann sinn út í horn, sendir SMS og reykir svolítið. Á endanum kemur hann að borðinu okkar og bíður okkur geisladisk. Hann er búinn að syngja fyrir stelpurnar, spila barnalög og óska brjóstmylkningnum „Eet smakelijk“ sov við kaupum auðvitað heimabrennda diska með illa prentuðum myndurm frá Budapest.

Maturinn er líka góður, einfaldur, bragðgóður og matarmikill. Ungverska plómubrandýið er gott og þjónustan reynist vel. Þjónninn kemur að borðinu okkar til að tilkynna að systur hans í eldhúsinu „finnist ekki gott að við séum að kaupa þurran kjúkling og hrísgrjón fyrir börnin.“ Við hlýðum ráðum eldhússysturinnar og kaupum franskar og majó með í staðinn. Þjónustufólkið kljáir við kornabarnið og þegar börnin fara að falla grátandi í gólfið er eitt þeirra komið í fangið á þjóninum. Klukkan er margt þegar við löbbum heim, svo margt að Sinterklaas gleymist næstum því.

One response to “Ungverjar

  1. Mikið ertu góður penni Þröstur. Að lesa þessa færslu færði mann alla leið inn á búlluna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s