Það er farið að skyggja klukkan fimm og orðið aldimmt um klukkan sjö. Ég hjóla á vörubílshjólinu hennar Kristínar með Jökul Mána á karate æfingu upp í Scheveningen. Við fundum loksins karate þjálfara og fórum á æfingu númer tvö í kvöld. Fyrsta æfingin var erfið. Þar voru 20 krakkar af öllum stærðum og gerðum með allt frá hvíta til bláa beltisins en nú er búið að skipta hópnum meira eftir getu. Ég sit og hef annað augað á salnum en hitt á bókinni minni. Heima var foreldunum vísað út úr salnum en hér situr reytingur við norðurendann á meðan æfingu stendur.
Það er skítakuldi, rigning og leiðinda vindstrengur við höfnina. Við feðgarnir erum fegnir að komast inn í hlýjuna heima.