Ég hlakka svo til

Ég er að fara heim eftir tvegga vikna vinnu í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Við erum búin að vera við opnun á stærstu IKEA búð miðausturlanda og skipta um kerfi í annari. Ég er búinn að fara þrjár ferðir á milli Dubai og Abu Dhabi og vera alls í fjóra daga og þrjár nætur þar og hina tíu dagana hef ég verið í Dubai.

Ég er hrifinn af báðum þessum borgum en þá sérstaklega Abu Dhabi. Dubai er skemmtileg í allri sinni geðveiki, það er eins og öllum heiminum hafi verið troðið þangað. Við sáum í einhverju blaðinu að 16% allra byggingarkrana heimsins séu staðsett í Dubai og miðað við útsýnið hérna þá er það sennilega rétt. Það er allt hérna, grænmetisbás á götuhorni og risa matvöruverslun á stærð við Smáralind. Brjáluð háhýsi og hreysi. Fólk sem fær 500 dirams í laun á mánuði fyrir 15 tíma vinnu 6 daga vikunnar og fólk sem græðir 500 dirams á sekúndu, líka á meðan það sefur.
Kannski skýrir það eitthvað af þessari geðveiki að Dubai ætlar sér að hafa 50% af „furstadæmaframleiðslu“ sinni frá verslunarrekstri um 2009.


Abu Dhabi er rólegri, vinalegri. Þar fæst víst ekki leyfi fyrir háýsum nema þau hafi einhver Arabísk einkenni sem gefur borginni smá heildarsvip og það sem ég hef séð af henni bæði hreint og fallegt. Svo Ég vildi svo gjarnan hafa haft tíma til að gerast túristi þar, skoða mig meira um og fara á ströndina. Kannski næst.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s