Kvöldstemming í Abu Dhabi

Leigubílabiðröðin fyrir utan Marina Mall rennur rólega áfram. Flissandi unglingsstúlkur í svörtum mussum með höfuðklút (hijab) standa fyrir aftan okkur Remco, Diesel skór og gallabuxur undir svörtum kuflum, ein þeirra með Niqab, allt andlitið nema augun hulin. 6 manna fjölskyldan á undan okkur treður sér inn í Toyota. Unglingsstrákur í framsætið, faðir og móðir aftur í með tvær litlar stelpur í fanginu og þriðja barnið við hliðina á sér. Leigubílstjórinn gefur harkalega í, þau þjóta burtu og röðin kemur að okkur.

Leigubíllinn keyrir með okkur meðfram stöndinni. Báðu megin við veginn er fólk á gangi, hópar af fólki sitja í grasinu með Sheesha á milli sín. Aðrir sitja að tafli og á nokkrum stöðum má sjá neistaflug frá litlum eldum þar sem fólk er að grilla.

Við Howard Johnsson hótelið eru hlutirnir ekki svona vinalegir. Bílstjórinn talar eitthvað um „chinese“ þegar við stígum út úr bílnum, við erum fljótir að skilja hann. Í anddyrinu er löng biðröð eftir lyftu og í biðröðinni synda um austurlenskar stúlkur sem bjóða upp á „nudd“.

Ég geng frá dótinu mínu og sigli í lyftunni niður á aðra hæð þar sem eiga að vera veitingastaðir og barir. Allir staðirnir eru pínulitlar holur fullir af hvítum kuflum og reykmettaðir, ég er fljótur að flýja þaðan. Enski barinn „The Cellar“ er utan við hótelið. Ég sest niður með bjór, á pínulitlu sviði standa þrjár stelpur með bassa og hljómborð og spila Shakira, söngkonan er ágætis dansari en mun síðri söngkona.

Á 17. hæðinni reynast vera heilir þrír skemmtistaðir. Á einum þeirra standa þrjár konur upp á sviði og syngja á arabísku, enginn bar. Hinir tveir staðirnir reynast fullir af fólki frá Filipseyjum. Annar er með live tónlist meiri Shakira, í þetta skipti getur stúlkan sungið en vinkonur hennar tvær á bakröddunum hrista aðeins haddinn í takt við tónlistina. Þegar byrjað er á Bon Jovi lagi, með salsatakti, stígur þéttvaxinn strákur fram og söngkonan stígur aftur og tekur þátt í „dansinum“. Diskótekið er pakkað, dansgólfið er pínulítið og hátalarinn fyrir ofan hausinn á mér er rifinn. Minnir mest á Bíóbarskjallarann, nema hvað fólkið er ekki í jafn annarlegu ástandi og dansar minna. Flest allir gestarnir virðast vera frá Filipseyjum, nema nokkrir arabískir strákar sem kunna öll hiphop danssporin. Ég ákveð að flýja niður á hótelherbergið og fara að sofa, hefði betur farið í göngutúr meðfram ströndinni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s