11 kassar, 7 sorpuferðir, 7 kassar í geymslu

Það er mikið búið að ganga á síðustu daga. Krakkarnir fóru austur til tengdó og Mörtu og skemmtu sér konunglega. Við Kristín erum búin að vera að taka til og raða í kassa og henda rusli. Alveg er það ótrúlegt hvað maður sankar að sér miklu drasli. Ég og Goggi höfum farið óskaplega margar ferðir í Sorpu fulllestaðir af allskyns gulli og dýrmætum sem hafa fundist uppi í skáp.
Þann 16.  var haldið mjög svo vel heppnað götugrill í Víðihvamminum, það var eiginlega svo ótrúlega skemmtilegt að við ætlum að koma frá Hollandi á næsta ári til að taka þátt. Við vörðum svo þjóðhátíðardeginum í yndislegu veðri úti í garði að mála glugga og inni að pakka bókaskápnum. og henda, henda, henda. Í gær var tekið til og pakkað fram eftir degi áður en við fórum austur að ná í krakkana og skila af okkur dóti sem Arndís og Hrafn ætla að vera svo yndisleg að geyma fyrir okkur og svo heldur pakkeríið áfram. Það er farið að vera svolítið óþægilegt að vita ekki hvernær ég get hætt í vinnunni. Það er að verða ljóst að KIH fer út um miðjan júlí og ég verð þá bara að koma mér einhverstaðar fyrir á meðan. Þangað til verðum við hér að pakka í kassa og ganga frá svo við getum tæmt íbúðina.

One response to “11 kassar, 7 sorpuferðir, 7 kassar í geymslu

  1. eg aetla rett ad vona ad kaffikrusirnar sem vid magga og palli stalum fra felagsstofnun studenta herna um arid i odda og voru innflutningsgjof handa ther og kristinu fai ad fljota med til hollands… knus og gangi ykkur vel. hronnsa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s