Vondar réttir

LyklunÍ morgun sá ég afskaplega ljóta sjón. Einhver ljótur vondur slordóni hafði tekið sig til og gengið á bílinn okkar með lykli. Þetta er skelfing, sem betur fer er bíllinn í kaskó svo við berum ekki allan skaðan en við ætluðum að reyna að finna einhvern sem vildi taka yfir leiguna á honum. Það gengur náttúrlega ekki að auglýsa hann í þessu ástandi. Svo var ekki hægt að láta sér nægja að rispa eins og eitt bretti. Nei báðar hurðirnar og frambrettið farþegameginn, húddið og vinstra frambrettið. Ojbara ullabjakk, af hverju gátu þeir ekki rispað hann Gogga?

Þetta setti náttúrlega allt úr skorðum, Kristín varð að keyra út um allan bæ að láta skoða bílinn, meta tjónið, finna verkstæði, hún fann samt tíma til að koma við í Kassagerðinni og kaupa nokkra kassa og pakka niður JÓLAdótinu. Ekki er ráð nema tíma sé tekið með allt Jóladótið 🙂 Svo hentum við út undan stiganum þegar ég kom heim af SQL ráðstefnu. Meiri gleðifréttir fyrir Kristínu, hún losnaði við gamlan magnara, segulbandstæki og hátalara sem ég hef verið að reyna að fela fyrir henni undir stiganum lengi.

Og við erum búin að finna okkur leigjanda sem okkur líst vel á. Arndís kom í dag og tók börnin austur svo við erum barnlaus, kannski ég reyni að draga mig úr tölvunni og draga KIH með í hjólaleiðangur. Sjáum til.
 lyklun          lyklun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s