Hæ.
Ég ætla að reyna að skrá allt það sem gerist við flutningana til Hollands hér þangað til serverinn minn er kominn upp úti. Þetta getur þá verið dagbók til að minna okkur á hvað gerðist og svo líka nokkurskonar listi yfir öll þau skref sem þarf að taka við svona flutninga.
En í dag festum við okkur íbúð og ég skrifaði undir samninginn við Jón Hörð. Samningurinn er á leiðinni út og Mundi og Olga fóru í skoðunarleiðangur á þær íbúðir sem við Kristín höfum fundið á netinu. Þetta tók ekki nema nokkra klukkutíma og þau hreinlega festu okkur íbúð í göngufjarlægð við Olgu og Munda og þá líka Gauk og Betu.
Þetta er samt svolítið óraunverulegt eins og þetta hefur allt verið. Við höfum enn ekki séð þessa íbúð sem við erum að fara að búa í næstu tvö árin og munum jafnvel skrifa undir samning án þess að sjá hana. Undarlegur fjári. Íbúðin lítur samt mjög vel út og Olga og Mundi voru stórhrifin, svo er hún heldur ekkert voðalega dýr. Mig hlakkar t.d. mjög til að sýna ungum manni þetta rúm hér fyrir neðan
Ég á enn eftir að komast að því hvernær ég get hætt en amk munu varla verða vandræði við að leigja Víðihvamminn, það hafa nú þegar þrír skoðað íbúðina sem fór á skrá hjá Leigulistanum í gær. Annars eru allir endar lausir. Ég er að fara að ljósrita vegabréf, faxa samninga og ég veit ekki hvað og hvað.
En hér eru fleiri myndir.